Mel B segist hafa stundað kynlíf með annarri Kryddstúlku

Í viðtali við Piers Morgan sem Mel B gaf þann 22. mars síðastliðinn segir hún frá persónulegum smáatriðum. Piers er þáttastjórnandi þáttarins Life Stories á ITV. Hann spurði hana hvort hún hafi sofið hjá Geri Halliwell á sínum tíma, þegar Spice Girls voru upp á sitt besta. Sögur gengu um það en það var aldrei staðfest. Mel B brosti glettnislega og svaraði:

Já við sváfum allar í saman í rúmi, en „ekki þannig“,

 

Sjá einnig: 8 stjörnur sem deila ALLTOF miklu

Hún svaraði þessu þó eins og það væri eitthvað meira ósagt og því sagði Piers:

Svafstu „þannig“ hjá Geri?

Þá svaraði Mel B brosandi:

Hún var með geðveik brjóst!

Bætti hún svo við:

Hún mun hata mig fyrir þetta af því hún er orðin svo fín frú í húsinu sínu úti í sveit með eiginmanni sínum. En þetta gerðist, það er staðreynd og við flissuðum yfir þessu eftir á og það var bara þannig.

Mel B segir að það hafi ekki verið nein rómantík á milli þeirra heldur hafi þetta bara verið einnar nætur gaman.

Þetta gerðist bara einu sinni og vonandi mun Geri ekki neita fyrir það ef hún verður spurð um þetta. Þetta var bara skemmtilegt!

 

SHARE