Mexíkóskur mangókjúklingur

Þennan kjúklingarétt verður þú að prufa frá Ljúfmeti.com

Mexíkóskur mangókjúklingur

  • 4 kjúklingabringur
  • 2-3 tsk tacokrydd
  • 250 gr frosið niðurskorið mangó
  • 4 dl sýrður rjómi
  • 1,5 msk fljótandi kjúklingakraftur eða 1 ½ teningur
  • 2 rauðar paprikur

Hitið ofninn í 200°. Kljúfið kjúklingabringurnar á lengdina. Saltið og piprið og veltið þeim upp úr tacokryddinu. Leggið í smurt eldfast mót.

Blandið mangó, sýrðum rjóma og kjúklingakrafti saman með töfrasprota. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn. Skerið paprikuna smátt og stráið yfir. Bakið í ofninum í ca 25 mínútur.

Berið réttin fram með hrísgrjónum og góðu salati með t.d. tómötum, rauðlauk, papriku, avokadó, fetaosti og muldum nachosflögum með kjúklingnum.

SHARE