„Mig langar að koma heim núna strax“

Framhlið

Þann 6. mars síðastliðinn birtum við viðtal við Vigni Daðason. Í viðtalinu sagði hann okkur meðal annars frá æsku sinni og reynslu og bar þá á góma dvöl hans í sumarbúðum í Skálholti um árið 1972 þegar hann var um 10 ára aldurinn.

„Ég lendi svo í því að einn af starfsmönnum sumarbúðanna réðist á mig. Hann lamdi mig og dró mig yfir gaddavírsgirðingu og ég ber enn örið eftir það á höfðinu en örið á sálinni var mun verra,“ segir Vignir þegar hann rifjar upp þessa hræðilegu reynslu. „Maðurinn, sem var prestur, dró mig niður í matsalinn, fyrir framan alla hina krakkana og spyr þar hvort eigi ekki að hafa mig í bandi, fyrir utan, eins og alla hina hundana.“

Vignir 02530A

 

 

Reynsla þessi hafði gríðarleg áhrif á þennan unga dreng en Vignir segir að við þetta hafi sakleysi hans verið tekið frá honum og reiðin fór að taka yfir. Þessi reiði fylgdi honum árum saman.

„Ég breyttist sem einstaklingur. Ég fór að gefa skít í alla kennara, hætti að nenna að læra og hægt og rólega fór skólagangan í hundana,“ sagði  Vignir og bætir við að hann hafi farið að drekka áfengi 13 ára gamall.

 

Málið stendur í stað

Í kjölfar birtingar á viðtalinu við Vigni birti Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann kallaði eftir því að þeir sem hafi verið í Skálholti á sama tíma myndu tjá sig:  „Ég kalla sérstaklega til þeirra sem voru í hópi starfsfólks í Sumarbúðunum í Skálholti sumarið 1972. Mér fyndist rétt að þau sem voru þar þá, tjái sig um þessa sögu málshefjandans.“

Við töluðum við Kristján Val á dögunum og spurðum hann hvort hann hefði fengið einhver viðbrögð við þessari færslu sinni á Facebook. „Það voru nokkrir aðilar, ekki margir, sem höfðu samband og sögðu að þeim hefði líkað vel, en enginn sem staðfesti þessa sögu,“ sagði Kristján Valur sem staddur var erlendis þegar við töluðum við hann. Hann benti á að gott væri að tala við Þorvald Víðisson, biskupsritara, til að fá frekari upplýsingar um hvar málið væri statt.

Í samtali við Þorvald kom í raun ekkert nýtt fram en hann sagði: „Það hefur ekkert komið fram sem ég get lagt fram núna. Við þyrftum að koma þessu máli á næsta stig hérna hjá okkur og kalla eftir þessum frásögum fólks og vinna út frá því.“

Þegar þetta er ritað hafði enginn haft samband við Vigni af hálfu Biskupsstofu. Blaðamaður hafði samband við mann sem var staddur í sumarbúðunum á sama tíma og Vignir og mundi hann vel eftir atvikinu sem Vignir sagði okkur frá.

 

Vildi aldrei vera þarna

Vignir sagði okkur frá því um daginn að hann hefði sent móður sinni póstkort úr sumarbúðunum og beðið um að fá að fara heim, strax. Vignir fann kortið á dögunum og sendi okkur afrit af því.

Framhlið
Framhlið

 

17496138_10212257558462460_703828821_nb
Bakhlið

 

Við hvetjum alla þá sem eitthvað vita um málið að hafa samband við Biskupsstofu og láta vita.

SHARE