Mig vantaði skraut á borðið, þannig að ég bjó það til

Ok, ég dýrka ykkur en ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég hef keypt marga svona glasamottu-pakkningar, en þær eru fleiri en 5 og færri en 20….. a.m.k. held ég að þær séu færri en 20. En mér til varnar að þá kosta þær bara 10 kr og með mitt hugmyndaflug, að þá er ekkert takmark fyrir því hvað ég get búið til úr þessu.

Jæja, að föndri dagsins. Mig langaði í eitthvað krúttlegt, eitthvað páskalegt, til að hafa á borði en fann hvergi neitt. En svo rak ég augun í glasamotturnar mínar og lausnin var komin.

Þú færð 6 glasamottur í pakkningunni en í þetta verkefni þarftu bara 5. Ég málaði 4 plötur fyrst fjólubláar, svo var það cracle medium og svo hvít máling. Vegna þess að botninn og hliðarnar eru nákvæmlega jafn stórar þá myndaðist þetta op á milli hliðanna. Til þess að hylja það þá ákvað ég að nota íspinna spýtur en þegar ég málaði þær þá snéri ég málingunni við, setti fyrst hvítu málingu, svo crackle medium og svo fjólubláu málinguna.

Ég tók svo fram trélímið mitt og límdi hliðarnar við botninn og íspinna spýturnar á hornin.

Ég vildi heldur ekki hafa þetta gat ofan á kassanum þannig að ég notaði líka íspinna spýtur til að hylja það. En áður þá skar ég til froðuplast og setti ofan í kassann.

Jæja, núna er ég komin með kassann, og hvað ætla ég að gera við hann? Framhald í næstu viku…….

 

SHARE