Mikill eldsvoði á Funahöfða

Mikill eldsvoði er nú við Funahöfða í Reykjavík. 6 sjúkrabílar eru á staðnum og 5 brunabíla og sáust eldtungur koma út um glugga á jarðhæð.

Margir lögreglubílar eru á svæðinu og nokkrir þeirra ómerktir. Tveir sjúkrabílar hafa farið af vettvangi með sírenur í gangi á leið á spítala. Samkvæmt já.is eru 18 skráðir íbúar á heimilisfanginu sem um ræðir.

SHARE