Mín saga um áhugaljósmyndarann!

Fyrst að hann er á allra vörum í dag þá ætla ég að segja mína sögu! Ég vona að hún fái fleiri stelpur til þess að koma fram og segja sína sögu en ekki síst vil ég að við stöndum saman sem ein og leggjum kæru á manninn.

Ég var 17 ára og ég og fyrrverandi kærasti minn vorum ný hætt saman. Þessi áhugaljósmyndari sendi mér skilaboð á Facebook og sagði mér að ég væri með ótrúlega mikla náttúrufegurð, ég vissi ekkert hvernig týpa drengurinn væri svo að ég acceptaði vinabeiðnini hans. Hann bað mig þá um að koma í myndatöku til sín og ég neitaði. Hann var þó alltaf af og til að poppa upp aftur og aftur og spurja mig um að koma í myndatöku til sín. Hann sagði að ég væri með ótrúlega flott augu og myndi örugglega myndast vel. Þá vissi ég um nokkrar stelpur sem höfðu farið til hans og mér fannst myndirnar af þeim flottar. Það var samt aldrei líkt mér að fara í myndatöku, ég er ekkert fyrir það beint og enda hafði fyrrverandi kærasti minn sagt mér að ég myndi aldrei fara í myndatöku til þessa gæja, því ég væri ekki týpan í það og myndi bara hreinlega aldrei gera það.
Ég var ennþá hrifin af fyrrverandi kærasta mínum þá og var reið og pirruð út í hann þannig að ég ákvað að fara í myndatöku til hans, einungis til þess að fyrrverandi kærasti minn myndi sjá þær og sjá að ég hefði farið í myndatökuna. (Eins kjánalegt og þetta hljómar þá er þetta dagsatt).

Ég tala þá við áhugaljósmyndarann og segi honum að ég sé til í að koma í myndatöku. Hann var mjög ánægður með það og spyr mig hversvegna mér snérist allt í einu hugur.. ég segi honum þá þetta með fyrrvernadi kærasta minn. Hann segir mér að koma með marglitaða kjóla og hælaskó í myndatökuna sem ég svo gerði. Hann kom og sótti mig og fór með mig í eitthvað skemmuhúsnæði rétt hjá Holtagörðum, þar átti myndatakan að fara fram. Hann fullvissaði mig um að hann mætti alveg vera þarna og að engin kæmi. Ég fór í kjóla og hælaskó og svo tók hann myndir, margar mjög flottar þó að ég segi sjálf frá. En svo leið ekki á löngu þangað til að hann sagði mér að hann væri í ljósmyndaskóla úti í Þýskalandi og vantaði model í nude myndatökur með keðjum. (einungis ber að ofan þó). Hann virtist svo nice gæji þannig að ég sló til, ég sagði að ég skildi gera það. (gat sko aldeilis sannað fyrir fyrrverandi að ég þorði að fara í myndatöku) .

Í bílnum á leiðinni heim aftur eftir myndatökuna spurði hann mig um númerið mitt, ég sagðist ekki vera tilbúin að láta einhvern ljósmyndara úti í bæ fá númerið mitt. Hann spurði afhverju ég vildi ekki gefa honum það, hann sagði að ég hefði ekkert nema gott af því að gleyma fyrrverandi í smá stund og sagði að við gætum hisst einhverntímann. (Talaði eins og ég þyrfti bólfélaga, og að það ætti að vera hann).
Þarna var mér hætt að litast á blikuna og bað hann um að senda mér allar myndirnar sem hann tók og bannaði honum að setja þær á netið. Hann sendi mér jú myndirnar en um kvöldið voru allir farnir að segja við mig á facebooktjatt einhvað eins og ‚úúú‘ og ‚mín bara heit‘ og svoleiðis. Ég fékk svo link á myndirnar af mér frá vinkonu minni, þá hafði hann sett þær á flickr ljósmyndasíðuna sína og hafði skrifað undir: nude, boobs, sex, naked, hot girl og fleira sem fólk getur skrifað til þess að leita af myndunum. Ég bað hann undir eins að taka þær útaf og hann sagðist gera það. Þær fóru þó ekki strax en eftir að ég hafði spurt hann 3x eyddi hann þeim. Eftir það gleymist þetta í smá tíma og ég gerði ekki neitt í þessu, hélt bara að myndirnar væru farnar. Það var ekki fyrr en svona 3 mánuðum seinna að þetta kom einhvernveginn upp aftur, myndirnar voru ekki farnar af netinu! Þær voru aftur komnar inná flickr og helling af útlendingum búnir að skifa undir myndina. Ekki nóg með það heldur sagði hann við fólk sem spurði að ég héti Ingibjörg og væri 22 ára. Ég hafði þá aftur samband við hann og sagði honum að taka myndirnar undir eins útaf netinu eða að ég skildi hafa samband við lögregluna. Hann hefur tekið allar myndirnar af mér útaf núna eða ég hef ekki séð þær síðan þá sem betur fer!

Eftir myndatökuna var hann þó alltaf að poppa upp annað slagið og spyrja mig hvort ég væri að fara djamma, hvort að ég og vinkona mín værum ekki til í smá ‚flipp‘ myndatöku og með því var hann að meina að við skildum báðar vera á brjóstarhöldurunum eða í bikini að kyssa hvor aðra. Að sjálfsögðu sagði ég nei í öll skiptin eftir myndatökuna og bað hann um að gjöra svo vel og láta mig vera.
Ég held að ég hafi aldrei á ævinni skammast mín fyrir neitt meira en það að hafa farið í þessa myndatöku. Ég hef aldrei viljað tala um hana en fyrst að hann er á allra vörum í dag þá ávað ég að segja mína skoðun. Vil líka benda fólki á í leiðinni að passa sig hvernig það talar, ég lenti í því í skólanum í dag að krakkarnir á borðinu voru að tala um manninn og hvað hann væri ógeðslegur og þá segir einhver: „Hver er samt svona mikið fífl að fatta það ekki að fara ekki í myndatöku til svona gæja? Þessar gellur sem fara eru bara heimskar píur sem þrá athyglina.“
Ég ætla að kæra hann! Ég vona að við getum allar staðið saman sem ein og kært hann, því feiri kærur því betra og því líklegra að hægt sé að gera tölvuna hans og allt sem í henni er upptækt þannig að ekki verði hægt að nota það eða senda þá á einn né neinn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here