Miranda Kerr er 30 ára gömul og varð fræg fyrir að vera nærfatamótel hjá Victoria´s Secret, en hún er einnig þekkt fyrir að vera eiginkona Orlando Bloom.

Nú hefur það verið tilkynnt að hún mun ekki starfa lengur hjá nærfatarisanum. Hún mun klára 3 ára samning sinn en mun þá fara frá fyrirtækinu. Aðspurðir um ástæðuna fyrir þessu segja talsmenn Victoria´s að sé neikvæður orðstír Miranda og að hún sé ekki líkleg til þess að fá konur til að kaupa nærföt.

Hún mun þó taka þátt í einni tískusýningu í viðbót hjá Victoria´s Secret á þessu ári.

SHARE