Missy Elliott snýr aftur og rýkur upp vinsældarlistana

Missy Elliott hefur loks snúið aftur! Með hvelli, ef svo má segja, en hér að neðan má heyra hennar alfyrsta verk frá árinu 2005, ef undanskilin er endurkoma hennar í hálfleik Ofurskálarinnar fyrir skemmstu.

Missy Elliott? Er hún snúin aftur?

Rapparinn Missy Elliott kom, sá og sigraði á sviði Ofurskálarinnar þar sem hún tróð upp með Katy Perry í hálfleik, en sú fyrrnefnda hefur vart sést á sviði frá árinu 2005, í framhaldi af útgáfu breiðskífu hennar sem bar nafnið The CookBook

020115-music-katy-perry-missy-elliott-superbowl

Missy Elliott og Katy Perry gerðu allt vitlaust í hálfleik Ofurskálarinnar 

Rauk upp vinsældarlista iTunes eftir Ofurskálina

Aðdáendur hafa þó engu gleymt, enda Missy Elliott þróttmikill flytjandi, slunginn rappari og útsetjari (pródúsent) á heimsmælikvarða. Flutningur þeirra Missy Elliott og Katy Perry rauk þannig upp vinsældarlista iTunes að lokinni frammistöðu þeirra í hálfleik Ofurskálarinnar.

157334

Missy Elliott hvarf af sjónarsviðinu skömmu eftir útgáfu breiðskífunnar The CookBook

Endurhljóðblöndun Take Ü There lofar góðu

Nú lítur loks út fyrir að Missy Elliott hafi dýft tánnum í djúpu laugina en út kom fyrr í vikunni remix, eða endurhljóðblönduð útgáfa af smellinum Take Ü There, sem áður var gefið út af þeim rafgrúppunni Jack Ü og soulsöngkonunni Kiesza. Heyra má Missy Elliott rappa gegnum tvö erindi um miðbik endurútgáfunnar, en þó einungis sé um endurhljóðblöndun að ræða og ekki frumsamið lag, er stórkostlegt að sjá stúlkuna stíga inn í bransann að nýju.

Þá er bara að bíða þess að Missy Elliott kynni nýja breiðskífu til leiks, en hér má heyra hennar fyrsta verk frá árinu 2005:

Tengdar greinar:

Shady Classics: Eminem GEFUR 66 áður óútkomin tónverk gegnum vefinn

Bruno Mars og Red Hot Chili Peppers buðu upp á veislu á Superbowl – Myndband

Zoë Kravitz skammast yfir klámfenginni hegðun Lenny gagnvart Katy Perry

SHARE