Mjóbakið hefur lagast vegna Hot Yoga

Hot Yoga er ákveðin samsetning af jógastöðum sem gerðar eru í upphituðum sal helst í 37°C. Hitinn gerir það að verkum að maður hitnar fyrr upp í líkamanum sem gerir það að verkum að líkaminn verður sveigjanlegri og maður kemst betur inn í stöðurnar.

Ég elska Hot Yoga og hef stundað það um árabil hjá World Class. Það sem gerir þetta allt líka svo gott að í tímunum á sér stað mikil uppgufun, eða detox eins og margir kalla það. Ég fann fyrir því í byrjun en mér finnst hreinsunin verða enn meiri með hverjum mánuðinum.

Sjá einnig: 5 æðislegar jógastöður til að æfa magavöðvana

Síðan ég eignaðist stelpuna mína hef ég verið mjög viðkvæm í mjóbaki og þegar ég byrjaði í Hot Yoga átti ég erfitt með margar stöður. Ég komst að því með tímanum að ég var bara alls ekki að beita líkamanum rétt og kennararnir í tímunum eru mjög góðir í því að leiðbeina manni til þess að skaða ekki líkamann í stöðunum.

Stöðurnar í Hot Yoga eru allar úthugsaðar sem styrktaræfingar í kringum hrygginn og tekið er á öllum vöðvaflokkum jafnt. Mikil áhersla er lögð á hrygginn og alltaf unnið út frá honum. Þetta prógram hefur ákveðinn lækningarmátt og hefur læknað hnévandamál og bakvandamál, en eins og í mínu tilfelli þá finn ég varla til í bakinu lengur. Ég er búin að styrkja allan líkamann minn og finn fyrir því á öllum sviðum í lífinu. 

Heitt yoga var upprunalega þróað af Bikram sem er vel þekktur og virtur í yoga geiranum. Bikram varð einmitt fyrir slysi þegar hann var 17 ára og honum var sagt að hann ætti ekki eftir að geta gengið aftur út af slæmum hnémeiðslum en hot yoga kom honum til bjargar.

Sjá einnig: Hryllilega fyndið: Gæludýr trufla jógaiðkun eiganda sinna – Myndband

Mælt er með því að drekka vel af vatni klukkutímana fyrir tímann sem þú ætlar í og eins eftir tímana og einnig er gott að hafa með sér vatnsflösku og taka litla sopa í tímanum sjálfum.

Mér finnst frábært að fara í World Class því það eru svo margir Hot Yoga tímar í boði, í flestum stöðvunum þeirra og ég get alltaf fundið mér tíma sem hentar mér. Love it!

SHARE