Mjúkar karamellur

Mér fannst það ægilegt sport í æsku minni að fá að búa til karamellur. Það tókst misvel en hvað gerði maður ekki fyrir smá sælgæti. Hér er uppskrift sem ég notaði gjarnan. Hún er sáraeinföld og svakalega góð.

1 dl púðursykur
1 dl rjómi
1 dl sýróp

Allt fer í pott og soðið. Hrærið vel því það er auðvelt að brenna hana við. Til þess að athuga hvort hún hafi soðið nóg er gott að láta dropa af karamellu detta í glas með vatni og ef hún verður hörð er hún tilbúin.

Ef þú vilt súkkulaðikaramellu bætirðu ca. matskeið af kakói útí blönduna.

SHARE