Mjúkir snúðar með glassúr

Mjúkir snúðar með glassúr

2 1/2 dl volg mjólk
2 msk þurrger
3 msk sykur
1/2 tsk salt
2 egg
75 gr. smjör eða 1/2 dl. olía
500 gr hveiti (8 dl)

Mjólk og smjör er brætt saman í potti og gerið sett saman við. Öllu er svo blandað saman.
Látið deigið hefast í 20 mín. Fletjið út deigið og smyrjið með bráðnu smjöri og stráið vel af kanilsykri, rúllið upp í snúða. Látið hefast aftur í 15 mín. Svo eru þeir bakaðir í 10-15 mín. við 200°c.

Súkkulaðiglassúr:

4 msk flórsykur,
1/2 tsk vanillusykur,
4 tsk heitt vatn,
1/2 tsk kakó

Stráið súkkulaðispæni yfir til skrauts

Uppskrift af karamelluglassúr má finna hér 

SHARE