M&M smákökur – uppskrift

Þessar eru ótrúlega góðar í jólamánuðinum sem nálgast óðum. Þessar er líka gaman að baka með krökkunum.

M&M smákökur.

1 1/3 bolli dökkur púðursykur
3/4 bolli mjúkt smjörlíki
1 tsk vanilludropar
2 egg
2 1/4 bolli hveiti
1 bolli M&M
1/2 bolli saxaðar möndlur eða hnetur (má sleppa)
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt

Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman púðursykri, smjörlíki, vanillu og eggjum og hrærið vel. Síðan er öðrum bökunarefnum blandað út í. Setjið deigið á plötuna með teskeið. Þar sem deigið á eftir að renna nokkuð út er rétt að hafa 7 cm bil á milli kakanna. Stingið nú 3-4 kúlum í hverja köku til skrauts. Bakið þar til kökurnar eru orðnar ljósbrúnar (ca. 10 mín). Passið að borða ekki allt M&M´ið áður en þið setjið þær á kökurnar!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here