Móðir tók sitt eigið líf nokkrum dögum eftir að hún eignaðist tvíbura

Þegar Ariana Sutton eignaðist sitt fyrsta barn með manni sínum fékk hún alvarlegt fæðingarþunglyndi sem kom henni og manninum hennar algjörlega á óvart. Þegar Ariana varð svo ófrísk af tvíburum gerðu þau hjónin plan um hvernig þau myndu hafa hlutina eftir fæðinguna, varðandi geðheilsu hennar. Tyler, eiginmaður hennar, sagði að þuglyndið hafi komið hratt og af miklum þunga eftir fæðingu tvíburanna og Ariana hafi tekið sitt eigið líf. Tyler segist vilja deila reynslu þeirra með heiminum til að vekja aðra til umhugsunar og kannski hjálpa öðrum í svipuðum sporum.

SHARE