Mömmur eru frábærar og kenna okkur meðal annars að fall er fararheill – Myndband

Það er ekki ofsögum sagt að mæður eru frábærar og fyrir þau okkar sem eru svo heppin að eiga eina þá er hún jafnframt okkar stærsti aðdáandi og hvetur okkur alltaf til að rísa upp aftur ef að okkur mistekst og reyna aftur.

Meðfylgjandi auglýsing Takk mamma (Thank you mom) minnir okkur á þetta.  Auglýsingin er hluti af auglýsingaherferð Vetrarólympíuleikana 2014 , en þeir verða haldnir 7. – 23. febrúar nk. í Sochi í Rússlandi. Í henni endurvekur fyrirtækið Procter & Gamble, sem jafnframt er einn af styrktaraðilunum leikana, herferð sína frá 2011.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”57e4t-fhXDs”]

 

SHARE