Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Hráefni

3 ¾ dl hveiti
½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
120 g smjör við stofuhita
2 ½ dl sykur
3 egg stór
1 dós sýrður rjómi
2 tsk möndludropar

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur.

Smjör og sykur sett saman í hrærivélaskálina þeytið þar til létt og ljóst tekur u.þ.b 3 mín, bætið einu eggi í einu út í þeytið vel á milli, blandið sýrðum rjóma og möndludropum saman bætið út í hrærivélaskálina, blandið þurrefnum saman bætið út í, vinnið saman í u.þ.b.½-1 mín.

Setjið í muffinsform væna msk af deigi.

Bakið í 20-23 mín fer eftir ofnum eða þar til gullnar. Úr uppskriftinni eru þið að fá u.þ.b 19 kökur.

Látið kökurnar kólna áður en bleika kremið er sett á.

Bleika kremið

300 g Flórsykur
Vatn
Matarlitur rauður + örlítið vatn.
Eða t.d örlítið af rauðrófusafa/ eða sýrópi frá Torrini ásamt smá af vatni.

Blandið saman setjið ofaná kökuna, passið að hafa kremið ekki of þunnt.

SHARE