Mun litla systir taka við af Kate Moss sem eftirlæti tískuheimsins?

Lottie Moss, yngri hálfsystir Kate Moss, er komin á skrá hjá umboðsskrifstofunni Storm model management, sömu skrifstofu og systir hennar er á skrá hjá. Lottie varð 16 ára fyrir nokkrum dögum og tvítaði mynd sem tekin er af portfoliosíðu hennar hjá Storm.
Talsmaður Storm segir að þau séu ánægð með að hún sé komin á skrá hjá þeim, en Lottie sé í fullu námi og í prófum eins og er þannig að áhersla hennar liggur þar.
Lottie var aðeins 13 ára þegar umboðsmenn tóku fyrst eftir henni, þegar hún var brúðarmær í brúðkaupi Kate í júlí 2011. Strax var byrjað að tala um að hún myndi feta í fótspor systur sinnar en móðir hennar og Storm ákváðu að hún væri of ung.  Lottie er aðeins 1,6 metrar og því almennt talin of lágvaxin fyrir bransann (Kate er 1,7 metrar). En með sömu háu kynbeinin og systir hennar, ljóst hár og stór blá augu er spurning hvort að fersk ensk útlit hennar muni vera henni jafnmikið til framdráttar og Kate.

2_1217 3_750

Heimild 

 

SHARE