Mýrin er viðfangsefni sýningar í Norræna húsinu

Votlönd nefnist áhugaverð samsýning 8 skandinavískra kvenna sem stendur nú yfir í Norræna húsinu. Kveikjan að samstarfinu var samtal þeirra um sameiginlegan áhuga á keramiki í víðu samhengi og þá þróun sem átt hefur sér stað í faginu. Viðfangsefnið er “mýrin” sem listakonurnar nálgast á margvíslegan hátt eins og verkin á sýningunni bera ótvírætt vitni um.

Listakonurnar heita: Guðný Hafsteinsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Sigurlína Osuala, Hannamaija  Heiska, Jaana Brick, Merja Ranki, Päivi Takala.

Sýningin stendur til 21. september.

SHARE