Náði mynd af sálinni yfirgefa líkamann

Saul Vazquez tók þessa mynd þar sem hann var að keyra og sá vettvang slyss. Þarna hafði maður verið að keyra á mótorhjóli sínu þegar hann lenti í slysi og lést.

Saul vissi ekki hvað hefði gerst þarna en tók myndina og birti á Facebook.

Hann skrifaði við myndina:

„Ég tók þessa mynd fyrir nokkrum mínútum úr vörubílnum mínum. Það varð slys milli Campton og Stanton og veginum var lokað. Sjáið skuggann þarna fyrir ofan. Ég vona að allir hafi sloppið ómeiddir!!!“

 

Myndin hefur fengið mikla athygli og margir sannfærðir um að þarna sjáist þegar sál mannsins var að yfirgefa líkama hans.

Hvað haldið þið að sé þarna í gangi?

 

SHARE