Næsti smellur Avicii? – Tónlistarmyndband dagsins.

Sænski plötusnúðurinn Avicii fylgir alheimssmellinum Wake me up sem trónað hefur í 1. sæti á flestum metsölulistum og verið spilað næstum 90 milljón sinnum á Spotify, eftir með laginu You make me.

Bæði lögin eru á fyrsta stúdíódiski kappans True sem kom út 13. september sl.  Sænski soul/poppsöngvarinn Salem Al Fakir syngur og myndbandið sem kom út í gær inniheldur hjólaskauta, slagsmál, ást og afbrýðisemi. Mun ástin sigra?

Hin 8 lög disksins eru ekki síðri og munu að öllum líkindum raða sér á vinsældalista næstu vikur og mánuði, 3 sérútgáfur innihalda síðan samtals 5 aukalög.

[youtube width=”600″ height=”325 ” video_id=”2GADx4Hy-Gg”]

 

SHARE