Nemandinn biðst afsökunar

Tómas Bjarnason hefur sent frá sér afsökunarbeðni, góður drengur sem hefur vonandi lært af mistökum sínum.

[quote]Vegna lýsingar minnar á fótbolta kvenna á íþróttadegi Menntaskólans á Akureyri í gær vil ég biðja alla viðstadda innilega afsökunar. Ég bið sérstaklega afsökunar þær stelpur sem um var rætt, íþróttakennara skólans, skólameistara og alla þá sem ummæli mín særðu á einhvern hátt. Ég get því miður ekki tekið hegðun mína til baka, en mér finnst þetta virkilega leiðinlegt, sé mjög eftir þessu og vonandi getið þið fyrirgefið mér.
Tómas Bjarnason[/quote]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here