Nicki Minaj – náttúrulega förðuð á forsíðu Elle

Rappstjarnan og dómarinn í American Idol, Nicki Minaj er á forsíðu Elle US í apríl. Það er gaman að sjá Nicki öðruvísi en vanalega en hún er með náttúrulega förðun og hárgreiðslu. Þeir sem þekkja til Nicki Minaj vita að hún er oftast frekar áberandi, mikið förðuð og með allskyns hárgreiðslur, oft hárkollur líka, stundum bleikar og með bleika varalitinn sinn sem er hennar vörumerki.

Rappstjarnan opnar sig um breytinguna í blaðinu “Þegar ég sá sjálfa mig í spegli með nánast enga förðun, vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að vera! ég er svo háð bleika varalitnum mínum að þetta var virkilega erfitt. Mér líður eins og bleiki varaliturinn sé hluti af mér… þetta var ógnvekjandi!”

Hér eru myndirnar úr tímaritinu.


 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here