Það eru í alvöru til svona heimili – MYNDIR

Það eru til síður á netinu sem safna saman kostulegum myndum af fasteignum. Ein af þeim síðum heitir Nightmare on Zillowstreet og þar er hægt að sjá myndir eins og þessar hér að neðan:

 

1. Fyrir utan að það er teppalagt í kringum baðkarið, þá eru tvö salerni beint á móti hvort öðru

2. Voðalega falleg mynd tekin að utan... en hvað gerist svo? Þetta er frábært tækifæri til að búa til tekjur. Já kannski ef þú átt nokkrar milljónir í viðbót. Hvað gerðist þarna?

3. Það er eitthvað sem segir mér að þarna hafi kviknað í... Þetta er bara nánast tilbúið! Allavega komin lyftingagræja og fleira

4. Ég yrði sturluð á 3 mínútum í þessu eldhúsi. HVAÐ ER AÐ? Og þessi rauði litur á baðinu.. Svo geturðu velt þér beint úr rúminu og ofan í baðið.

5. Ætli þetta sé heimili Carol Baskin?

6. Teppi teppi allsstaðar. Ég held ég myndi ALDREI þora að fara í bað á þessu heimili. Þetta er hrikalega óhuggulegt!

7. Æi hvað þetta er krúttó að utan. Þarf bara að mála..... en að INNAN er þetta svakalegt!

8. Eru ekki allir bara sáttir með grænt og vínrautt þema?

9. Ó svo krúttlegt hús.... en hvað GERÐIST inni í húsinu

10. Ég er nokkuð viss um að það hafi aldrei búið kvenmaður á þessu heimili

11. Nei, þetta er ekki næturklúbbur, heldur heimili

12. Svolítið „funky“ að utan þetta hús en svo eru bara handahófskenndir litir og hlutir sem prýða húsið að innan

13. Það er rosalega margt í gangi á þessu heimili. Tréverk, marmari, gull og silfur, stál. Hvaða súlur eru þetta svo báðum megin við rúmið?

14. Verið velkomin í höllina mín. Það mun koma þér á óvart að allt inni í henni er engan veginn í stíl við lúkkið að utan. Meira svona 90’s þema

15. Þetta er alveg pottþétt heimili listamanns

16. Hérna... Hvað gekk þeim til sem voru að setja upp þetta handrið?

17. Þetta er sannkallað hásæti!

18. Smá misskilningur með mælingar þarna, en hefur verið leyst svona líka snilldarlega.... *hóst*

19. „Hey er ekki bara best að byggja bara húsið í kringum steinana?“

20. Þetta er annað hvort eins og þetta sé ætlað börnum eða leikmynd úr hryllingsmynd

Heimildir: Bored Panda

Sjá einnig:

SHARE