5 hlutir sem karlmenn elska að heyra frá kærustunni

1. “vinir mínir elska þig”

Karlmenn átta sig oftast á því að það er fátt sem getur rústað nýtilkomnu sambandi hraðar en álit vinkvennanna. Ef vinkonunum finnst kærastinn algjör lúser er það bara tímaspursmál hvenær sambandið endar. Með því að fá að heyra að vinahópurinn samþykki hann minnka áhyggjurnar mikið, því þá eru bara foreldrarnir eftir!

2. Ertu búinn að vera að taka á því ræktinni?

Þetta segir sig sjálft.. líklega svipað og ef kærastinn segir við okkur „vá hvað þú lítur vel út, ertu búin að grennast?“

3. Eigum við að koma okkur héðan og.. ?

Sama hvað þið eruð að gera… í huga hans þýðir þetta oftast bara eitt, og svarið er ávallt JÁ!

4. Ertu farinn að stækka?

þeim finnst það æði þegar þeir eru búnir að vera að leggja sig fram í ræktinni, þeim finnst alveg jafn gaman þegar við hrósum þeim fyrir árangur eins og okkur.

5. Þegar þeir koma að konu í neyð og hjálpa henni við að lyfta einhverju virkilega þungu og hún segir „mikið ertu sterkur“ eða horfir bara á hann þannig að hann skilji hvað hún er að hugsa. Þó það sé ekki nema bara opna eitthvað sem erfitt er að opna.

Flestir karlmenn, sama hversu hégómalausir þeir eru fá eitthvað egóbúst út úr því.

SHARE