Nokkur atriði sem ekki skal segja við konur með stór brjóst!

Ég rakst á þennan lista yfir það sem brjóst-góðum konum þykir ekki gaman að heyra. Er þetta eitthvað sem þú getur tengt við? Og er þetta endilega bundið við stór brjóst?

 1. „Þú ert með rosa stór brjóst.” Er það? Vá, ég vissi það ekki, hvernig gat þetta farið framhjá mér!  Eins gott að þú sagðir mér það! Í raun vissi ég það því þau eru víst föst á mér.
 2. „Færðu einhvern tímann í bakið?” Ertu að spyrja af því að þér er reglulega annt um bak-heilsu annara? Ertu að bjóða mér frítt baknudd?  Ég skal alveg þiggja það ef það er frá lærðum nuddara en ekki frá þér persónulega.
 3. „Þú ættir að vera beinni í baki.” Ef ég myndi gera það myndi ég eiga á hættu að reka þau í augun á einhverjum og þar á meðal mér sjálfri. Ég myndi líka vera þessi pía sem er alltaf að henda öllu niður, hellandi niður úr glösum, vösum og henda niður úr hillum í búðum.
 4. „Þegar þú liggur, renna þau þá út til hliðanna?” Ef við tökum með í reikninginn að þau eru ekta og tökum mið af þyngdarlögmálinu þá mundi ég þurfa að segja já. Samt kemur þetta engum við nema þeim sem er það heppinn að fá að deila með mér rúmi.
 5. „Eru þau ættgeng?” Já, reyndar. Í rauninni er pabbi minn mennskur en mamma mín er reyndar bara fljótandi brjóst. Móðuramma mín og móðir hennar voru það reyndar líka. Það er miklu skemmtilegra að segja fólki einhverja svona vitleysu heldur en að ræða um brjóst ömmu minnar.
 6. „Er erfitt að spila golf?” Já auðvitað er erfitt að spila golf. Golf er frekar erfið íþrótt og það þarf að æfa hana mikið og ég ímynda mér að hún sé erfið fyrir þig á meðan þú starir á brjóstin á mér!
 7. „Þetta er rosa flottur toppur.” (þetta sagt á meðan starað er á brjóstin) Þetta er klassísk lína sem sögð er þegar fólk er að reyna að finna leið til að kommenta á brjóstin án þess að nefna það beint. Þetta er líka góð afsökun til að stara á brjóstin!
 8. „Þú ert eins og Christina Hendricks/Sofia Vergara.” Þó svo maður sé ekkert eins og viðkomandi manneskja er manni stöðugt líkt við þær bara því þær eru brjóstastórar! “Já takk fyrir, ég hef einmitt tekið eftir því að við erum með eins augu!”
 9. Ég er persónulega hrifnari af rössum.” Hvort sem þessi setning er bara hrikalega hreinskilni eða hreinlega viðreynsla, er þetta ekki setning sem konum langar að heyra.
 10. „Þú hatar örugglega að hlaupa.” Reyndar þá elska ég það! Það hafa verið miklar framfarir í framleiðslu íþróttahaldara. Einu skiptin sem ég hata að hlaupa er þegar ég hleyp framhjá hóp af mönnum sem sjá sig knúna til að segja eitthvað um líkama minn.
 11. „Ef ég væri þú myndi ég vera heima allan daginn og leika mér með þau.” Í alvöru? Ég þori að veðja að þú fengir leið á því og áttaðir þig á því að einn daginn þyrftirðu að fara út úr húsi og þá sem karlmaður með brjóst.
 12. „Hversu gömul varstu þegar þau byrjuðu að koma?” Í alvöru! Hættu að hugsa um mig sem ungling, ekki einu sinni ég vil hugsa um þann tíma lífs míns. Kona mundi aldrei spyrja karlmann hvenær eistun á honum gengu niður!
SHARE