Nokkur góð ráð gegn þurrki á höndum

Hér fyrir neðan eru 6 leiðir um hvernig hægt er að dekra við hendurnar og halda þeim silkimjúkum. Uppskriftirnar koma frá henni Hafdísi sem heldur úti síðunni ilmandi.is 

Ólífuolía
Fyllið skál af volgu vatni og setjið 4 msk af ólífuolíu í vatnið.
Látið hendurnar liggja í bleyti í 10-15 mínútur. Hreinsið hendurnar með vatni og þurkið.
Berið handáburð á hendurnar.
Hægt að nota þetta líka fyrir fætur.

Kókosolía
Nuddið kókosolíu á hendurnar og sofið með þunna latexhanska. Það sama er hægt að gera fyrir fætur og sofa þá í plastpokum og sokkum utanyfir.

Aloa vera
Fyrir þá sem eiga aloe vera plöntuna er hægt að skera bút af jurtinni og nudda vökvanum úr plöntunni vel innan í húðina.

Hunang
Bleytið hendurnar og hristið vatnið af en þurkið ekki, berið hunang á og látið liggja  í 5 mínútur. Hreinsið af með vatni og þurrkið.

Haframaski
1/4 bolli hafrar
1 msk vatn
1 msk eplaedik

Hrært saman svo úr verði mauk og borið á hendurnar. Látið liggja á í 10 mínútur og hreinsað síðan af með volgu vatni.

Gúrkuvatn
1 lítil gúrka
1/2 tsk hunang
heitt vatn
mild sápa t.d. neutrogena
1 msk maísmjöl

Allt sett í blandara og borið á hendur, plasthanskar utan yfir án þess að skola maskann af. Höndum síðan vafið innan í handklæði og látið virka í 30 mín. Hreinsið og þurrkið. Gott fyrir mjög þurra og veðurbarða húð. Til að ná góðum árangri er mælt með að nota þessa aðferð á hverjum degi í ca. 2 vikur.

 

Birt með góðfúslegu leyfi ilmandi.is

 

 

SHARE