Nokkur góð sparnaðarráð

Mikilvægi sparnaðar og þess að fylgast vel með því í hvað peningarnir mínir fara.

 

  • Ekki eyða meiru en þú aflar. Einfaldur sannleikur sem fellur aldrei úr gildi.
  • Losaðu þig við yfirdráttinn, mjög óhagstæðir vextir sem geta verið íþyngjandi.
  • Haltu heimilisbókhald, það marg borgar sig að hafa góða yfirsýn yfir fjármálin.
  •  Skipulegðu matarinnkaupin vel, ekki fara svangur út í búð og kauptu meira í einu og sjaldnar.
  • Hjólaðu frekar en að keyra, það er góð hreyfing, gott fyrir umhverfið og gott fyrir fjárhaginn.
  • Farðu vel yfir fasta útgjaldaliði heimilisins og fáðu tilboð í tryggingarnar þínar, farsímann og þar fram eftir götunum.
  • Drekktu vatn, frekar en gos eða aðra sykraða drykki. Gott fyrir líkamlega og fjárhagslega heilsu.
  • Afþreying er oft stór útgjaldaliður, vertu sniðug/ur og farðu í sund, fjallgöngu eða eitthvað sem kostar ekki mikla peninga.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE