Norah Jones eignaðist sitt annað barn á dögunum. Hún á fyrir 2 ára gamlan son en hefur ekki gefið upp kyn nýfædda barnsins.
Norah heldur einkalífi sínu fyrir sig og hefur ekki einu sinni gefið út nafn eldra barnsins en hann fæddist í febrúar 2014. Hún birtir samt reglulega myndir og myndbönd af syni sínum á Instagram en passar alltaf að ekki sjáist í andlit hans.
Í einu myndbandinu sést sonur hennar hlaupa í hringi og í bakgrunni má heyra lag frá Norah. Við myndbandið skrifaði hún: „Ég hlusta vanalega ekki á mína eigin tónlist en #foreverly spilaði lög af handahófi og þá kemur í ljós að þetta er góð barnatónlist!“