Í ríkjunum Barein, Kúveit, Katar, Óman, Sádí – Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum er samkynhneigð bönnuð með lögum en nú á að herða á framkvæmd laganna. Kynnt hefur verið aferð til að „skima“ samkynhneigð hjá ferðamönnum og verður þeim sem reynast samkynhneigðir ekki hleypt  inn í löndin. 

 

Skimunaraðferðin var þróuð í Kúveit og verður notuð til að finna samkynhneigða sem ætla að heimsækja nefnd lönd þar sem samkynhneigð er bönnuð með lögum, samkvæmt Yousouf Mindkar, sem vinnur í heilbrigðisráðuneytinu þar í landi.

“Þegar brottfluttir íbúar þessara landa koma í heimsókn verða þeir að fara í læknisskoðun á heilsugæslustöðvum landanna. Þar mun þessi skimun fara fram og þeir sem reynast vera samkynhneigðir fá ekki að fara inn í löndin.” Segir hann.

 

Ef upp kemst um mann í Kúveit,  sem er  yngri en tuttugu og eins árs að hann sé samkynhneigður getur hann fengið allt að tíu ára fangelsisdóm.

 

Fyrr í þessum mánuði var dagblaðið The week  í Óman bannað vegna þess að það birti grein sem þótti vinveitt í garð  samkynhneigðra.

 

Staðan í heiminum er þannig í dag að það er ólöglegt í 78 löndum að vera hommi og í 49 löndum er bannað að vera lesbía. Í fimm löndum liggur dauðadómur við broti á banninu. Þessi lönd eru Íran, Sádi-Arabía, Súdan, Jemen og Máritanía.

 

 

Dauðadómur liggur við samkynhneigð í fimm löndum .

 

Íran: Frá árinu 1979 hafa stjórnvöld í Íran tekið yfir 4.000 menn af lífi fyrir þá sök að þeir voru ákærðir fyrir að vera hommar. Karlkyns unglingur sem tekur viljugur þátt í kynlífi með öðrum karlmanni fær 74 svipuhögg í refsingu.

Sádí-Arabía: Þó að refsa megi með lífláti fyrir samkynhneigð þar í landi er oft notast við aðrar refsingar- eins og sektir, fangelsun og hýðingar nema sá brotlegi hafi ögrað stjórnvöldum með þátttöku í einhverjum samtökum.

Súdan: Þar í landi fá menn hýðingu við fyrsta brot og dauðadóm við það þriðja. Ógiftar konur sem eru “staðnar að því” að vera lesbíur fá 100 vandarhögg en giftar lesbíur eru grýttar og barðar til ólífis fyrir fyrsta brot. Mál samkynhneigðra hafa valdið klofningi í sumum trúarhópum.  Abraham Mayom Athiaan, sem er biskup í Suður- Súdan sagði skilið við biskupakirkjuna í Súdan árið 2006 því að hann taldi að forystan þar hefði ekki fordæmt samkynhneigð nógu kröftuglega.

Jemen: Samkynhneigð er enn ólögleg í Jemen og er það í samræmi við Sharía lögin. Refsingar eru allt frá hýðingum að lífláti.

Máritanía: Mauritania: Sharía lög hafa gilt í Máritaníu frá árinu 1983. Þar segir að hver sá Íslamstrúarmaður sem staðinn er að því að eiga í „óeðlilegum athöfnum“ með manneskju af sama kyni skuli grýttur til dauða.

Heimild

SHARE