Nú getur þú fengið Svepperóní Dominos pizzu!

Ólafur Pálmarsson tók sig til og sendi fyrirspurn á Facebook Dominos. Ólafi fannst tilvalið að breyta nafni á pítsu á matseðli staðarins. Um var að ræða pítsu sem kallaðist PS2, pítsa með pepperóní og sveppum en Ólafur stakk upp á því að nafninu yrði breytt í Svepperóní pítsa.

Ólafur hefur fengið yfir þrjú þúsund “like” á fyrirspurn sína inn á Facebook síðu Dominos og Dominos menn hafa tekið uppátæki Ólafs fagnandi.

Dominos hefur breytt nafni pítsunnar í Svepperóní og bjóða tilboð alla helgina, stór Svepperóní á þúsund krónur.

Er það ekki bara Svepperóní pítsa í matinn í kvöld?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here