Nú hlýtur vorið að vera á næsta leyti. Það bara getur ekki annað verið. Blómamynstrin eru farin að láta á sér kræla í verslunum og það er farið að birta fyrr og þetta bara hlýtur að fara að gerast.
Við erum svolítið með svona bananalaufsmynstur á heilanum um þessar mundir. Það væri eiginlega svolítið flott að veggfóðra með því. Eiginlega bara heilmikið flott… stanslaust sumar og trópíkala!
Já, við erum til í trópíska paradís! Þótt það sé bara með því móti að hækka í ofnum og kúra með bananalaufsteppi.