Kynjahyggja útskýrð í 9 mynda máli

Kynjahyggja. Orðið er nýtt og ekki allir átta sig á inntaki þess, en hlutverkin sem hugtakið vísar til eru ævaforn. Hér er verið að vísa til hlutverkaskipta í daglegu lífi sem falla undir kynin tvö, konur og karla og þeirra krafna sem gerðar eru til beggja kynja.

Fólkið sem þeim fylgir í þaula er oftlega nefnt í tengslum við „staðalmyndir”, sem er annað orð sem mörgum þykir óþjált og fara leiðinlega í munni. En hvað merkja orðin eiginlega og eiga „rétttrúaðir” einkarétt á notkun þeirra?

Þetta er viðfangsefni nýrrar bókar sem ber nafnið Man Meets Woman og inniheldur einfaldar útskýringarmyndir í bleikum og grænum lit þar sem hefðbundin nútímahlutverk og æskilegt hegðunarmynstur beggja kynja eru rædd og rannsökuð í þaula á skemmtilega einfaldan og myndrænan máta.

Höfundur bókarinnar heitir er kínversk og heitir Yang Liu, en Yang er 38 ára gömul og starfar sem hönnuður og er búsett í Berlín. Yang segir hönnun bókarinnar hafa verið skemmtilega áskorun sem henni þótti gaman að glíma við.

Nútímakonur eiga í flókinni glímu við staðalmyndir nútímans, en sá darraðadans er okkur konum mikilvægur í baráttunni við að finna jafnvægi milli verkaskiptingar og jafnrétti kynjanna. En samhliða því sem konur þrá að feta stíg jafnræðis beggja kynja finna þær margar til ótta vegna þess að konur og karlar eru ólík í eðli sínu á svo marga vegu.

Yang, sem sjálf er útivinnandi móðir, segir glímuna við tímaskort einn helsta óvin hennar í daglegu lífi. Að hún reki sig í sífellu á ósýnilega veggi sem útivinnandi móðir, þar sem samfélagið geri tvöfaldar kröfur til kvenna; þær eigi að standa sig óaðfinnanlega á vinnumarkaðinum en samtímis að vera óþreytandi í móðurhlutverkinu sem og fullkomnar húsmæður þegar heim er komið eftir langan vinnudag.

Flestar eru myndskreytingarnar beinskeyttar og kómískar á sinn máta, en þeim er ætlað að sýna fram á þann ólíka veruleika sem kynin tvö búa við í daglegu lífi og hvers samfélagið ætlast til af þeim.

Hér að neðan má sjá níu svipmyndir úr bókinni Man Meets Woman:

 

o-HOUSEWIFE-HUSBAND-900 o-MYSTERIOUS-OBJECTS-900 o-BEST-WEAPON-900 o-COMPETITION-900 o-MULTITASKING-900 o-LUGGAGE-900 o-SEXUAL-EXPERIENCE-900 o-MAGAZINES-900 o-SELF-IMAGE-900

SHARE