Núverandi og fyrrverandi hennar Halle Berry slást! – Lentu báðir á spítala

Oliver Matrinez sem er kærasti Halle Berry og hennar fyrrverandi, Gabriel Aubry, lentu í slagsmálum sem kom þeim báðum á spítala.
Atvikið átti sér stað þegar Gabriel var að koma með dóttur sína og Halle, heim til Halle og Oliver en Gabriel og Halle standa í forræðisdeilu þessa dagana. Oliver fór víst eitthvað að reyna að ræða málið við Gabriel og endaði með því að Gabriel missti stjórn á skapi sínu og hrinti Oliver. Oliver náði síðan að halda Gabriel niðri og lögreglan mætti á svæðið og handtók þann síðarnefnda.

Þeir þurftu báðir að fara á spítala til að láta að huga að sárum sínum og á þessari mynd má sjá Halle Berry og Oliver í bílnum á leiðinni heim og eins og sjá má er Oliver bólginn og með sár á höndunum eftir slagsmálin.

 

 

 

 

 

 

 

Gabriel, barnsfaðir Halle Berry

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here