Ný gallabuxnalína frá Diesel – Bono og Ali í samstarfi við Diesel – Myndir

Í mars 2013 er von á nýrri gallabuxnalínu frá Diesel sem unnin er í samstarfi við EDUN. Ali Hewson stofnaði vistvæna
tískufyritækið Edun með hjálp eiginmanns síns Bono árið 2005. Merkið er byltingarkennt eins og eigandinn sjálfur en Bono er ekki einungis þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar U2, heldur er hann einnig mjög virkur í mannúðlegum málefnum sem tengjast Afríku og er ófeiminn við að láta sterkar skoðanir sínar í ljós.

Samstarfið við tískurisana Diesel er innblásið af fegurð og sögu Afríku og lögð er áhersla á “fair trade” eða sanngjörn viðskipti við framleiðendurna. Allt hráefnið í gallabuxna línuna verður saumað og þvegið í Norður Afríku í löndum eins og Túnis og Marokkó.

 

Sjálf fór ég til Túnis í sumar og því finnst mér óneitanlega spennandi að fylgjast með þessu verkefni á komandi ári og hver veit nema að ég næli mér í einar vistvænar gallabuxur.

 

 

Dieselmen
Dieselmix
Dieselwoman
Úr vorlínu Edun

 

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here