Nýir þættir í Making a Murderer

Milljónir manna horfðu á þáttaröðina „Making a Murderer“ á Netflix og hélt mál Steven Avery mörgum límdum við sjónvarpsskjáina. Fyrsta þáttaröðin kom út árið 2015 og nú er von á annarri þáttaröð.

Sjá einnig: 10 krúttlegir krakkar sem urðu að morðingjum

Kvikmyndagerðarkonurnar Moira Demos og Laura Ricciardi hafa haldið áfram að taka upp framvindu mála hjá Steven eftir að þættirnir komu út. „Málið er enn í gangi svo það munu koma nýir þættir fljótlega á þessu ári því  sagan er enn að breytast. Við erum ekki komin með fasta dagsetningu en þeir munu koma,“ sagði Cindy Holland, framleiðandi hjá Netflix.

„Moira og Laura eru í Manitowoc og eru að taka allt upp og fylgjast með gangi mála. Það vita afar fáir hvað er í gangi með málið, hér innan veggja hjá Netflix, því við viljum halda þessu öllu leyndu þangað til þættirnir koma inn,“ sagði Cindy.

 

SHARE