Nýjar hárvörur komnar til Íslands

Við vorum svo heppnar að vera boðnar til þess að sjá nýjustu línuna í hárvörum á Íslandi, á föstudaginn. Línan heitir Gorgeous og var sjálfur stofnandi fyrirtækisins, Jeff Turnbull,  mættur á litla Ísland til að kynna fyrir okkur vörurnar og merkið.

2012-09-03 07.29.53

Við mættum á svæðið spenntar að sjá nýju vörurnar og ekki skemmdi fyrir að Jeff gaf sér tíma til að spjalla við hvern og einn um þetta sköpunarverk sitt.

2012-09-03 07.15.10

Hann sagðist hafa sjálfur ætlað sér að verða hárgreiðslumaður en honum hafi verið tjáð það fljótlega að hann ætti kannski ekki að vinna við það. Upp frá því fór hann að vinna að því að gera sína eigin hárvörulínu og úr þessu varð þetta gullfallega vörumerki, Gorgeous.

2012-09-03 07.15.47

Jeff sagði okkur jafnframt að hver einasta vara hafi byrjað að þróast heima við eldhúsborðið hjá honum.

Það sem er einkennandi fyrir þessar vörur eru fallegar, stílhreinar umbúðir og ilmurinn af þeim er æðislegur. Það er eitthvað fyrir alla, hvaða hártýpu sem er.

 

Öllum fyrirspurnum má beina á regalo@regalo.is og meira um vörurnar á heimasíðu Gorgeous.

 

 

Tengdar greinar: 

Sjarmerandi: Hár og förðun undanfarin 100 ár á 60 sekúndum

Þessar hárgreiðslur eru í tísku í vetur

5 hárgreiðslur fyrir „skítugt“ hár

 

 

SHARE