Paul McCartney gerði nýjasta tónlistarmyndbandið sitt með hjálp nokkurra vina.

Frægra vina. Söngvarinn gaf á fimmtudag út myndband við lagið „Queenie Eye“ af nýjustu plötu sinni „New“, myndbandið byrjar þar sem að hann spilar á píanó í Abbey road stúdíóinu, þar sem að Bítlarnir tóku upp plötur sínar.

„Að vera í þessu herbergi og sérstaklega að vera í þessu herbergi með Paul var einstök upplifun af því að þetta herbergi breytti heiminum“, segir Johnny Depp sem er ein af mörgum stjörnum í myndbandinu. Meryl Streep, Kate Moss og Jude Law sjást einnig dansa og syngja í myndbandinu.

Hversu margar stjörnur þekkir þú?

[youtube width=“600″ height=“325″ video_id=“5CfLUmVso30#t=133″]

Hér má sjá hvað gerðist á bakvið tjöldin við gerð tónlistarmyndbandsins:
[youtube width=“600″ height=“325″ video_id=“tSAc7JNx2PA#t=115″]

SHARE