Nýjung í Netviðskiptum – Einfalt, fljótlegt og öruggt!

Nýtt fyrirtæki Netgíró býður nú íslenskum neytendum einföld, fljótleg og örugg netviðskipti með nýrri tækni. Í henni felst að viðskiptavinir fá vörur sem þeir kaupa á netinu afhentar áður en þeir greiða fyrir þær. Netgíró gefur lágmark 14 daga greiðslufrest frá pöntun.

Greiðsluformið er einfalt og fljótlegt og þurfa viðskiptavinir ekki að gefa upp viðkvæmar upplýsingar þegar þeir versla á netinu. Netgíró sér um að greiða vöruna til kaupmanna og reikningur berst í heimabanka kaupanda.

Framkvæmdastjóri Netgíro er Þorsteinn Gísli Hilmarsson og stjórnarformaður er Andri Valur Hrólfsson sem lengi starfaði sem einn af framkvæmdastjórum hjá Valitor. Í dag starfa 12 manns hjá Netgíró.

Undirbúningur að opnun Netgíró stóð yfir í tvö ár en fyrirtækið hóf nýverið starfsemi og hefur mikill fjöldi notfært sér hana með góðum árangri og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið góðar.

Heimasíða félagsins

SHARE