Nýr gimsteinn frá Samsung – ég ákvað að prufa hann!

Ég ákvað að prufa nýjan síma en það er nýjasti gimsteinninn í Samsung fjölskyldunni sem ber heitið Galaxy Alpha, og er með vandaðri símum sem Samsung hefur hingað til hannað.

Ég nota orðið „gimsteinn“ vegna þess að þessi sími er einstaklega fágaður. Skjárinn er hæfilega stór og alveg kristaltær, ég hef aldrei átt síma með tærari skjámynd.

samsung_galaxy_alpha_gold

Eldsnögg skilvirkni

Ég er ein af þeim sem verð frekar óþolinmóð þegar síminn hrekkur ekki strax í gang. Fer frekar og fæ mér kaffi heldur en að bíða eftir að forrit eða öpp opnist. Þessi sími er alveg að standa sig í stykkinu með skilvirknina og svörunin er eldsnögg.

Ég var reyndar smá tíma að venjast því að nota snertihnappana neðst á símanum til þess að komast inn og út úr öppum og á köflum var þetta hálfruglingslegt fyrir mér en þetta lærist eins og allt annað.

Innbyggt „photoshop“

samsung2Mér finnst skemmtilegt að nota myndavélina en hún skartar upplausn í 12 megapixlum og snörpum auto-fókus. Það leynist forvitnilegur fídus í myndavélinni sem kallast „Beauty Face“ en það er einskonar innbyggt myndvinnsluforrit sem er hannað til þess að draga fram það besta í útlitinu, sem er nú aldeilis ekki verra… Með öðrum orðum eiga bólur, hrukkur og baugar það til að hverfa eins og dögg fyrir sólu með þessum stórsniðuga fídus.

Flottar myndir á nokkrum sekúndum

samsung1Myndvinnsluforritið Studio er hrikalega þægilegt í notkun. Með nokkrum smellum er ég búin að ná fram því besta úr myndunum á mjög fljótlegan hátt. Ég verð að hrósa þessu appi alveg sérstaklega þar sem mér finnst mjög gaman að taka myndir fyrir Instagrammið mitt. Með klippimyndaforritinu er myndunum líka auðveldlega raðað saman í eina mynd, eða svo kallað „collage.“

Innbyggður púlsmælir

Nokkur praktísk forrit eru þegar til staðar í símanum þegar kveikt er á honum í fyrsta sinn. Til dæmis alhliða heilsuforrit með púlsmæli sem heldur utan um heilsufarið. Síminn mælir einfaldlega púlsinn þegar ég set vísifingurinn á sérstakan nema á bakhlið símans. Svo er líka hægt að telja fjölda fótspora yfir daginn. Forritið heldur utan um heilsuna mína á mjög aðgengilegan hátt. Mér þykir nú svolítið vænt um það hvað ég og síminn minn erum orðin náin! 

Endingargott batterí

Það eru margir kostir sem Samsung Galaxy Alpha hefur fram yfir forvera sína. Fyrir utan háklassa hönnun á nýja símanum þá er batteríið endingargott og sparneytið. Hægt er að stilla símann sérstaklega fyrir lágmarks orkunýtingu.

Mögulega er hægt að setja út að bakhliðin er búin til úr plasti sem einhverjum kann að finnast óaðlaðandi en á móti kemur að hægt er að skipta um hulstur á símanum og velja sér smekklegan lit að eigin vali.

Fær góða einkunn fyrir frammistöðu og útlit

Hönnunin ber með sér vandað og glæsilegt yfirbragð. Ég valdi mér gyllta útgáfu en hægt er að velja dökkgráa umgjörð, hvíta eða silfraða. Síminn er bæði léttur og lipur enda vegur hann aðeins 115 grömm, sem er snilld fyrir konu með litlar hendur eins og mig!

Niðurstaða: Samsung Galaxy Alpha er einn glæsilegasti Android farsími sem sést hefur í Samsung fjölskyldunni. Hann fær góða einkunn fyrir bæði háklassa hönnun og öfluga frammistöðu.

Helstu eiginleikar:

12 MP myndavél með autofocus
4,7 tommu skjár
1,8 GHz örgjörvi
2GB vinnsluminni
32GB geymsla, 2GB RAM minni
2160p@30fps myndskeið
Android 4.4.4 (KitKat)
Fingrafaraskanni

Hér er á ferðinni frábær sími fyrir fólk sem gerir kröfur um gæði og vandaða hönnun. Samsung Galaxy Alpha fæst í öllum helstu verslunum landsins sem selja snjallsíma! Fylgist með á Samsung-Iceland.

Smelltu hér ef þig langar til þess að vinna þinn eigin Samsung Galaxy Alpha snjallsíma!

Screen Shot 2014-12-10 at 13.15.43

 

 

 

SHARE