Hekla  by Gyðja Parfum er þriðja íslenska ilmvatnið sem Gyðja setur á markaðinn.

Ilmvatnið Hekla er unnið úr vatni sem rennur frá rótum Heklu, drottningu íslenskra eldfjalla.

„Áður hefur Gyðja Parfum sent frá sér dömuilmvatnið EFJ Eyjafjallajökull og herrailminn VJK Vatnajökull sem hafa notið mikillar velgengni.Hekla er góð táknmynd fyrir sterka, duglega og kraftmikla konu sem okkur langar einmitt að sé kennimerki nýja Heklu ilmsins sem er sætur og rosalega góður. Með hverju glasi fylgir hraunmoli frá Heklu.”, segir Sigrún framkvæmdastjóri Gyðju

,,Íslendingar hafa tekið ilmvötnum okkar mjög vel og við erum afar þakklát fyrir það. Við viljum sýna þakklæti okkar í verki og ákváðum að sleppa kostnaðarsamri kynningu á ilmvatninu og afhenda Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þess í stað ilmvatnsglös til að setja í jólapakkana sem úthlutað verður fyrir upphæð sem nemur kynningarherferð.   

Um þróun þessa nýja ilmvatns segir Sigrún að hún hafi verið  einstaklega skemmtileg.  „Við fórum nýjar leiðir og má segja að við höfum notað íslenska náttúru í það. Við sóttum vatnið upp að Heklurótum og sendum það út til hinnar miklu ilmvatnsborgar Grazze í Suður Frakklandi þar sem sérfræðingar í ilmvatnsgerð framleiða ilmvatnið. Með vatninu sendum við hraunmola úr Hekluhrauninu og er moli festur við  fallega lyklakippu sem vafin er utan um hvert ilmvatnsglas“.   

 “Heklu ilmurinn er sætur, kvenlegur og munaðarfullur”, segir Sigrún að lokum.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here