Of feitur fyrir sjónvarpið

Rob Kardashian (31) er að koma aftur í Keeping up with the Kardashians í næstu þáttaröð. Mamma hans, Kris Jenner, hefur boðið syni sínum mikla peninga fyrir að grennast allverulega áður en af þessu verður.

„Kris er að múta syni sínum til að grennast, með milljónum dollara,“ segir heimildarmaður RadarOnline. „Hún sagði honum að hún muni gefa honum hálfa milljón dollara fyrir hver 10 pund (4,5 kg) sem hann missir. Hann hefur verið að æfa á fullu og Kris er svo stolt af honum því hún vill að hann komi sterkur inn aftur í þættina.“

Rob er farin að deita aftur en hann er að hitta hip hop stjörnuna Alexis Skyy.  Kris vonar að þau muni halda áfram að hittast svo það muni vera einhverskonar rómantík í gangi í næstu þáttaseríu.

 

SHARE