Öflugar auglýsingar UN WOMEN nota google leitarvélina til að sýna umfang kynhyggju í heiminum.

Árið 2013 er kynjamisrétti enn við lýði um allan heim – konum er ennþá mismunað vegna vinnu, launa, menntunar og heilbrigðisþjónustu.

UN WOMEN fengu  auglýsingastofuna Ogilvy & Mather til að útbúa ögrandi auglýsingaseríu sem leggði áherslu á opinber viðhorf gagnvart konum.

Auglýsingarnar sýna raunverulegar leitarniðurstöður leitarvélar Google þegar leitað er að: “konur þurfa að” (women need to), “konur ættu ekki að” (women shouldn´t) og “konur geta ekki” (women cannot) og sýna það andstyggilega viðhorf sem fólk víða í heiminum ber enn þann dag í dag til kvenna.

autocomplete-sexism2 autocomplete-sexism1

Skilaboðin “Konur eiga ekki að þjást vegna mismununar lengur” (“women shouldn’t suffer from discrimination anymore”) og “konur geta ekki samþykkt stöðuna eins og hún er” (“women cannot accept the way things are”) birtast í smáu hvítu letri sem er vart læsilegt, til að sýna að þessar skoðanir eru víða hunsaðar.

autocomplete-sexism3 autocomplete-sexism4

SHARE