Ofnbakaðar sætar kartöflur – Hrikalega gott!

Sætar Kartöflur bakaðar í ofni, alveg frábært meðlæti.

Þetta er frábært meðlæti sem passar nánast með öllum mat. Passar með kjöti, fiski eða með öðrum grænmetisréttum. Þetta er einfalt og þægileg að búa til og mjöööög gott.

 

 

Ofnbakar sætar kartöflur

2 sætar kartöflur frekar stórar
4-5 matsk olífuolía
1 msk púðursykur
1,5 msk paprikuduft
0,5 tsk malaður svartur pipar
1 tsk laukduft
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk kjúklingakrydd
0,5 tsk chiliduft
smá cayenne pipar

Kartöflurnar eru flysjaðar og skornar í litla bita. Öllu blandað saman og sett í eldfast fat og inní 200-220 gráðu heitan ofn í 20-25 mín. Tilbúið!

Ath ef bitarnir eru stærri þarf að hafa þetta lengur í ofninum eða 35-40 mín.

SHARE