ÓGEÐ! Stökkbreyttur köngulóarhundur hræðir líftóruna úr saklausu fólki!

Spáðu í stöðunni; þú ferð út með ruslið seint að kvöldi og á móti þér kemur risavaxin könguló. Í alvöru. RISASTÓR könguló. Eldsnögg í hreyfingum og rosa kvik. Iðandi, spriklandi og hlægilega glöð.

Þetta er sá viðbjóður sem fólkið hér í myndbandinu að neðan þurfti að takast á við, en ekki er allt sem sýnist – þar sem pólski hrekkjalómurinn Sylwester Wardega er að verki – en hann klæddi hundinn sinn, Chica, í köngulóarbúning, plantaði földum myndavélum í nágrennið og hefur eflaust hlegið mest allra þegar vegfarendur urðu skelfingu lostnir.

Myndbandið hefur fengið meir en 3 milljónir flettinga á YouTube á einum sólarhring og kannski engin furða, þetta er í raun og veru VIÐBJÔÐSLEGA fyndið!

 

SHARE