Ökumaður bifreiðar sem lagði í tvö stæði ætluð fötluðum – Segir það ódýrara að fá sekt fyrir að leggja í þessi stæði en að borga fyrir viðgerðir á bílnum

Flestir íslendingar hafa orðið varir við umræðuna sem skapast hefur í kjöfar mynda, sem birtar voru af manni sem lagði í ekki eitt, heldur tvö stæði ætluð fötluðum. Við birtum fyrr í vikunni frásögn móður sem bað fólk um að virða þessar merkingar. Barnið hennar þarf á þessum stæðum að halda og hún sagði meðal annars að barnið hennar myndi með glöðu geði skipta við það fólk sem þarf ekki á þessum stæðum að halda, það er hinsvegar ekki í boði. Frásögnina getur þú nálgast hér. 
DV.is hefur greint frá því að myndin af manninum þar sem hann leggur í tvö stæði ætluð fötluðum, sé ekki sú eina sem til er af manninum leggja ólöglega. Samkvæmt DV.is, hefur Sveinn Elías, maðurinn sem á í hlut, tjáð sig um málið. Hann sagði að honum finnist að sér vegið. Sveinn segir að honum sé sama hvað öðrum finnst og honum fannst hann ekkert þurfa að útskýra mál sitt frekar.

Leggur í stæði fyrir fatlaða til þess að spara sér pening?
Sveinn, sem er frjálsíþróttamaður segir í samtali við DV að það séu margir sem stundi það að leggja í bílastæði merkt fötluðum og kvartar undan því að fólk ráðist á hann einungis vegna þess að hann keyrir um á Range Rover með einkanúmeri. Hann segir að það sé kostnaðarsamt að láta gera við dældir á bílnum og að með því að leggja í þessi stæði komi hann í veg fyrir að vera “hurðaður”
Hann segir að það sé ódýrara að fá sekt fyrir að leggja í þessi stæði en að borga fyrir að láta gera við bíl sem orðið hefur fyrir skemmdum.

Sveinn telur sig ekki brjóta lög.

 

SHARE