Leikkonan, Kerry Washington, sem margir elska úr þáttaseríunni SCANDAL á von á sínu öðru barni. Fyrir á hún dótturina Isabelle með eiginmanni sínum Nnamdi Asomugha.

Kerry fór mjög leynt með samband sitt við Nnamdi í byrjun og hennar nánustu vinir vissu ekki af því að þau væru að hittast. Þau giftu sig meira að segja í mikilli leynd í júní 2013 eftir að hafa verið að hittast í þrjú ár, svo lítið bæri á.

Nnamdi er fyrrum stjörnuleikmaður hjá 49ners.  Kerry hefur alltaf haldið einkalífi sínu frá sviðsljósinu og segist, í viðtali hjá Glamour, vilja halda því þannig.

 

 

Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans

SHARE