DJ Óli Geir er farinn að gefa út sína eigin tónlist en hann hefur átt sér þann draum lengi. „Ég ákvað að láta verða af þessu eftir að tveir virtir plötusnúðar, sem eru vel þekktir í Evrópu og hér á landi, ýttu mér út í þetta.“

Fyrsta lag Óla Geirs kom út fyrir helgi í þýska útgáfufyrirtækinu Bang It/Housesession og segist Óli vera afar stoltur af laginu, sem ber nafnið Flocka.

Lagið er því að fara í sölu á öllum sölusíðum heims og verður gaman að sjá hvað gerist: „Þetta er nýr kafli í mínu lífi sem ég er mjög spenntur fyrir,“ segir Óli Geir en hann segir okkur líka að hann sé búinn að vera að gefa út nýtt Ræktarmix.

Um er að ræða klukkutímamix af vinsælustu lögum nútímans í taktmeiri útfærslum sem ég gef á netinu, mixað eftir mig. Þau koma út á 6-8 vikna fresti og eru alls 20.000 manns sem ná sér í það í hvert sinn,“ segir Óli Geir

 

Hér er lagið hans Óla Geirs

Til þess að ná í Ræktarmixið fyrir Sumar 2014. 

 

SHARE