Öll vandamál heimsins leyst eitt í einu

Ímyndaðu þér að þú eigir tvíbura, einhvern sem fylgir þér hvert fótmál allt þitt líf. Og svo allt í einu eftir bað þá stendur þú einn. Myndir þú ekki vilja nýjan tilgang? Þannig er ég viss um að einstæðum sokkum líður, þið vitið, 2 sokkar fara inn í þurrkarann en aðeins einn kemur til baka.

Ég ákvað að gefa þessum eina sokki nýjan tilgang. Það eina sem ég gerði var að taka stakan sokk og hrísgrjón, setti grjón í sokkinn, klippti aðeins af efninu sem var auka og saumaði fyrir. Og þar með hafði ég gert einn sokk mjög hamingjusaman og leyst nútíma vandamálið „við hvað get ég látið símann minn standa á meðan ég fer á Facebook og Youtube“.

 

SHARE