Órangútan berst við vinnuvélar – Myndband

Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hversu við mannfólkið getum verið vond við náttúruna og ekki síður dýrin sem búa í náttúrunni, sem er þeirra heimili.

Í þessu myndbandi má sjá hugrakkan órangútan sem berst við gröfu til að reyna að bjarga heimili sínu frá indónesískum skógarhöggsmönnum. Örvæntingafullt dýrið sést reyna að stöðva gröfuna með berum höndum, en myndbandinu hefur verið deilt á samfélagmiðli International Animal Rescue.

Þetta er því miður ekki eitthvað einsdæmi og heldur er þetta að gerast daglega. Það er verið að svipta dýrin heimili sínu.

Mennirnir sem voru að störfum náðu að taka órangútaninn og koma honum í öruggt umhverfi.

SHARE