Ostakaka með Nóa kroppi og hindberjasósu – einföld og fljótleg

Þessi ó svo ljúffenga ostakaka er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Nóa kropp og ostakaka saman í skál – almáttugur, ef það er eitthvað sem fær hjarta mitt til þess að syngja.

Ég hvet ykkur enn og aftur til þess að fylgja Tinnu Björg á Facebook – uppskriftirnar hennar eru eitthvað sem enginn á að láta framhjá sér fara. Bara aldrei nokkurn tímann.

1458486_10151986535577453_1598160012_n

Ostakaka með Nóa kroppi og hindberjasósu

250 g Nóa kropp

6 dl þeyttur rjómi

300 g rjómaostur

180 gr flórsykur

1 og 1/2 tsk vanilludropar

400 gr frosin hindber

2-3 msk hrásykur

  • Setjið Nóa kropp í eldfast mót eða annað fat og kremjið kúlurnar gróflega með flötum botni á glerglasi.
  • Hrærið rjómaost, flórsykur og vanilludropa saman í skál og blandið þeyttum rjóma vel og vandlega saman við.
  • Smyrjið ostablöndunni jafnt yfir Nóa kroppið og kælið.
  • Afþíðið hindber í örbylgjuofni til þess að flýta fyrir og sjóðið í potti ásamt hrásykri.
    Látið krauma við vægan hita í 5 mínútur.
  • Sigtið sósuna á meðan hún er heit og kælið.
  • Hellið hindberjasósunni yfir ostakökuna og smyrjið henni jafnt á með skeið.
  • Kakan er best þegar hún hefur fengið að dvelja í frysti í 3-4 klukkustundir.

Ostakökuunnendur mega alls ekki láta þessa framhjá sér fara! Virkilega gómsæt, einföld og fljótleg.

Tengdar greinar:

Fáránlega auðveld Nutella-ostakaka

Mars twix ostakaka með karmellusósu – Uppskrift

Brúnku-ostakaka með Dumle karamellukremi – Uppskrift

 

SHARE