Listakonan Diem Chau er með smáa hluti á heilanum. Hún sker út litlar styttur úr vaxlitum, já vaxlitum. Þessum litlu, og stundum brothættu, sem maður notaði til að lita með í litabækur. Hver og einn litur er skorinn út eins og lítið dýr. Hún hefur meira að segja búið til listaverk úr blýöntum. Ótrúleg handlagni.

SHARE